Samsettir gámar hjá ESJU Gæðafæði

Samsettir gámar hjá ESJU Gæðafæði

KAPP setti upp samsetjanlega kæli- og frystigámar  hjá ESJU Gæðafæði til að stækka kæli- og frystigeymslur í kjötvinnslu þeirra við Bitruháls.

KAPP gámar samsetjanlegir

Steyptur grunnur var undir gámana til að hafa þá í sömu hæð og gólfflötur kjötvinnslunnar. Margir möguleikar eru á undirstöðum fyrir gámana sem þurfa einungis séttan flöt sem er nokkuð traustur.

KAPP gámar samsetjanlegir

Eins og sjá má á meðfylgandi mynd þá er eru samsettu gámarnir eitt stórt rými og endalaust er hægt að bæta við fleiri gámum eftir þörfum á hverjum stað. Einnig er hægt að skipta rýminu í hólf og hafa mismunandi hitastig í hverju hólfi.

Settir voru saman fjórir gámar, þar af þrír kæli- og frystigámar, á lóð ESJU Gæðafæði og tengdir með við húsnæði kjötvinnslunnar og Dynaco hraðhurð heldur hitastiginu réttu.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum mynda gámarnir eitt stórt rými en möguleiki er að skipta rýminu í fjögur hólf öll með mismunandi hitastigi.

Óendanleg stærð á samsetjanlegum gámum

Hægt er að fá stærri rými úr öllum gerðum að af gámum, hvor sem þeir eru kæligámar, fyrstigámar, lyfjagámar, hitagámar eða bara hefðbundir gámar án upphitunar.

Hægt er að raða þeim saman nánast endalaust og jafnvel upp á fleiri hæðir. Ekki eru gerðar mikið meiri kröfur með undirlagið annað en að það sé slétt og nokkuð traust.

Í meðfylgjandi myndböndum sést hve auðvelt er að setja saman gámana og skipta þeim í mismunandi hitahólf eftir þörfum hvers og eins nú eða bara hafa gáman með einu stóru rými.

Kæli- og frystigámar

Gámasamsetning

KAPP gámar

KAPP er umboðsaðili fyrir Titan Containers sem eru með starfsemi nánast um allan heim og bjóða upp á allar tegundir af gámum hvort sem það er til sölu eða leigu. ArticStore gámarnir eru stoltið þeirra en það eru kæli- og frystigámar með frystigetu frá +45°C og niður í -80°C. 

Hér í meðfylgjandi hlekk má sjá nánar um KAPP gáma.

ESJA Gæðafæði

Esja Gæðafæði, sem var stofnað 1989, hefur byggt upp stóra og öfluga kjötvinnslu sem sinnir bæði mötuneytum, veitingahúsum, verslunum og öðrum þeim sem sækjast eftir góðum vörum á sanngjörnu verði. 

Starfsemi KAPP

KAPP er fjölþætt fyrirtæki með áherslu á kælingu fyrir öll fyrirtæki og flutningabíla ásamt innflutningi á fjölmörgum vörum tengdri kælingu, t.d. gámum, kæli- og frystiklefum, hurðum og kælipressum. Aðrar deildir eru ryðfrí stálsmíði, renniverkstæði, vélaverkstæði og framleiðsludeild sem smíðar t.d. OptimICE® krapavélar sem eru seldar um allan heim, sprautuvélar fyrir matvælaframleiðslu, hnífabrýni ásamt ýmsu fleiru.

Myndir frá uppsetningunni 

Hér fyrir neðan eru myndir sem sýna uppsetninguna á gámunum en það tók einungis um tvo daga að setja þá saman, einangra og koma rafmagninu í samband en það er nánast „plug & play“.

KAPP gámar samsetjanlegir kæli- og frystigámar
KAPP gámar samsetjanlegir kæli- og frystigámar
KAPP gámar samsetjanlegir kæli- og frystigámar
KAPP gámar samsetjanlegir kæli- og frystigámar
KAPP gámar samsetjanlegir kæli- og frystigámar
KAPP gámar samsetjanlegir kæli- og frystigámar
KAPP gámar samsetjanlegir kæli- og frystigámar
KAPP gámar samsetjanlegir kæli- og frystigámar
KAPP gámar samsetjanlegir kæli- og frystigámar
KAPP gámar samsetjanlegir kæli- og frystigámar

Fleiri fréttir

  • KAPP hlaut umverfisframtak ársins hjá SA

    KAPP hlaut umverfisframtak ársins hjá SA

  • KAPP Skaginn ehf kaupir eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi

    KAPP Skaginn ehf kaupir eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi

  • KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2024

    KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2024

  • Fjör á KAPP básnum á IceFish í Fífunni

    Fjör á KAPP básnum á IceFish í Fífunni

  • Thor Landeldi kaupir GMT frá Innovasea

    Thor Landeldi kaupir GMT frá Innovasea

  • Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

    Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

  • KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

    KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

  • Saltsprautuvel-RAF-S900-visir-hf

    Vísir hf. fær afhenta nýja saltsprautuvél frá KAPP

  • Ny-Fiskur-CO2-Krapavel-OptimICE

    Ný-Fiskur fær fyrsta eintakið af nýrri CO2 krapavélina frá KAPP

  • Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

    Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

  • Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf

    Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf

  • Rafvirkjanemar í heimsókn hjá KAPP

    Rafvirkjanemar í heimsókn hjá KAPP