Pub Quiz KAPP 2020

Pub Quiz KAPP 2020

Starfsmannafélag KAPP hélt starfsmannagleði s.l. föstudag við mikla ánægju þátttakenda.

Að þessu sinni var haldið Pub Quiz undir öruggri stjórn Björns Braga. Að sjálfsögðu var keppning haldin á netinu þar sem hver og einn var heima hjá sér.

Allir hittust á TEAMS fyrir keppnina, smá spjall og upphitun. Keppnin sjálf var svo á Kahoot.it í símanum. Yfir þrjátíu starfsmenn tóku þátt og keppnin var jöfn og spennandi. Alls voru tuttugu og fimm spurningar þetta kvöldið.

Margir skiptust á að vera í forystu og þegar að síðustu spurningunni kom voru fimm sem áttu raunhæfa möguleika. Að lokum var að Einar Óli Ólason bifvélavirki hjá Kistufelli sem var fljótastur að svara síðustu spurningunni: Hvað heitir samloka í Færeyjum, og tryggði sér þannig sigurinn.

Einar Óli er mikill BMW áhugamaður og veit allt um þá eðalbíla. Hann lærði bifvélavirkjun í Kistufelli og hefur starfað þar síðan. Einar er mikill nákvæmnismaður sem hefur sérhæfti sig í heddum, enda er starfsaðstaða hans yfirleitt kölluð HEAD OFFICE.

Við óskum Einari til hamingju með flottan árangur enda ekki hver sem er sem getur unnið öll gáfumennin í KAPP, Kistufelli og Kælifélaginu.

Í öðru sæti var Sigmar Pálsson hjá KAPP og í þriðja sæti var Jónas Gunnarsson, einnig hjá KAPP.

Eftir keppnina var haldið áfram á TEAMS þar sem gamansögur flugu á milli við góða undirtekt.

Í tilefni kvöldsins gaf KAPP öllum starfsmönnum skemmtilega gjöf, í þessu flottu umhverfisvænu burðarpokun frá Krónunni, til að nota meðan á keppninni stóð.

Það er nokkuð ljóst að keppnin verður endurtekin og margir eru nú þegar farnir að æfa sig fyrir næstu keppni.

 

Fleiri fréttir

  • KAPP hlaut umverfisframtak ársins hjá SA

    KAPP hlaut umverfisframtak ársins hjá SA

  • KAPP Skaginn ehf kaupir eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi

    KAPP Skaginn ehf kaupir eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi

  • KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2024

    KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2024

  • Fjör á KAPP básnum á IceFish í Fífunni

    Fjör á KAPP básnum á IceFish í Fífunni

  • Thor Landeldi kaupir GMT frá Innovasea

    Thor Landeldi kaupir GMT frá Innovasea

  • Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

    Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

  • KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

    KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

  • Saltsprautuvel-RAF-S900-visir-hf

    Vísir hf. fær afhenta nýja saltsprautuvél frá KAPP

  • Ny-Fiskur-CO2-Krapavel-OptimICE

    Ný-Fiskur fær fyrsta eintakið af nýrri CO2 krapavélina frá KAPP

  • Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

    Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

  • Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf

    Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf

  • Rafvirkjanemar í heimsókn hjá KAPP

    Rafvirkjanemar í heimsókn hjá KAPP