Nýr verkstjóri hjá KAPP

Nýr verkstjóri hjá KAPP

Birkir Fannar Steingrímsson hefur verið ráðinn verkstjóri hjá KAPP.

Hann tekur við af Árna Heiðari Gylfasyni sem lauk störfum um mánaðarmótin eftir farsælan feril innan KAPP. Við þökkum Árna fyrir samveruna og vel unnin störf í gegnum árin og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni.

Birkir Fannar, sem er menntaður vélvirki, er öllum hlutum kunnugur hjá KAPP. Hann hóf störf árið 2013 og hefur tekið þátt í þeim mikla uppgangi sem hefur verið hér síðustu árin.  

Birkir hefur unnið í öllum deildum fyrirtækisins og er því með viðamikla þekkingu á öllum verkum sem koma til okkar. Hann er með þjónustulund á háu stigi og alltaf léttur í lund.

Ekki hika við að hafa samband við hann í síma 894 2705 ef þú ert með spurningar eða verkefni sem þú vilt að við sinnum.

 

Related posts

  • CO2 kælimiðill í allar krapavélar

    CO2 kælimiðill í allar krapavélar

  • Ný OptimICE krapavél fyrir smábáta

    Ný OptimICE krapavél fyrir smábáta

  • KAPP kaupir RAF ehf

    KAPP kaupir RAF ehf

  • OptimICE krapavél í Helgu Maríu RE-1

    OptimICE krapavél í Helgu Maríu RE-1

  • Halli kveður eftir 53 ár

    Halli kveður eftir 53 ár

  • Óskum Krónunni og Akureyringum til hamingju með nýja umhverfisvæna Krónuverslun á Akureyri

    Óskum Krónunni og Akureyringum til hamingju með nýja umhverfisvæna Krónuverslun á Akureyri