Metaðsókn í árlega skötuveislu KAPP

Metaðsókn í árlega skötuveislu KAPP

Föstudaginn 13. desember síðastliðinn hélt KAPP ehf sína árlegu skötuveislu. Eins og undanfarin ár var það eðalkokkurinn Magnús Níelsson hjá Kræsingum ehf sem eldaði ofan í viðskiptavini og velunnara þar sem boðið var uppá kæsta skötu og saltfisk með alles. 

Veislan var haldin í húsnæði KAPP að Miðhrauni 2 í Garðabæ. Að venju mætti fjölmenni og í ár var metþáttaka þar sem 387 mættu og nutu góðra veitinga undir tónum stuðboltanna Friðriks Inga Óskarssonar og Helga Hermannssonar sem sáu um lifandi tónlist. Geir Ólafsson tók svo lagið við fagnaðarlæti gesta.

Starfsmenn og eigendur KAPP þakka frábæra þátttöku í skötuveisluna og óska viðskiptavinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Meðfylgjandi eru myndir frá veislunni:

Fleiri fréttir

  • KAPP hlaut umverfisframtak ársins hjá SA

    KAPP hlaut umverfisframtak ársins hjá SA

  • KAPP Skaginn ehf kaupir eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi

    KAPP Skaginn ehf kaupir eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi

  • KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2024

    KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2024

  • Fjör á KAPP básnum á IceFish í Fífunni

    Fjör á KAPP básnum á IceFish í Fífunni

  • Thor Landeldi kaupir GMT frá Innovasea

    Thor Landeldi kaupir GMT frá Innovasea

  • Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

    Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

  • KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

    KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

  • Saltsprautuvel-RAF-S900-visir-hf

    Vísir hf. fær afhenta nýja saltsprautuvél frá KAPP

  • Ny-Fiskur-CO2-Krapavel-OptimICE

    Ný-Fiskur fær fyrsta eintakið af nýrri CO2 krapavélina frá KAPP

  • Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

    Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

  • Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf

    Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf

  • Rafvirkjanemar í heimsókn hjá KAPP

    Rafvirkjanemar í heimsókn hjá KAPP