Fiskeldi Samherja fær nýja Pisces flökunarsamstæðu fyrir bleikjuvinnslu

Fiskeldi Samherja fær nýja Pisces flökunarsamstæðu fyrir bleikjuvinnslu

Nýverið afhentum við Pisces flökunarsamstæðu frá KAPP í fullkomnu bleikjuvinnslu Samherja fiskeldi í Sandgerði.

KAPP er umboðsaðili Pisces sem sérhæfir sig í framleiðslu fiskvinnsluvéla fyrir flökun og vinnslu á smærri fiski, allt frá 10 gr uppsjávarfiski upp í 10 kg eldisfisk.

Fiskeldi Samherja kemur að öllum stigum eldis og vinnslu, allt frá hrognum til lokaafurða. Þær eru á nokkrum stöðum á landinu: í Öxarfirði, að Núpum í Ölfusi, á Stað við Grindavík og á Vatnsleysuströnd. 

Allt eru þetta landeldisstöðvar sem nýta jarðvarma og notast við ferskt borholuvatn við framleiðslu á hágæða eldisfiski.

Til að vinna afurðir frá eldinu eru starfræktar tvær vinnslur, önnur í Öxarfirði þar sem laxi er slátrað og pakkað.

Síðan er það hin fullkomna hátæknivinnsla í Sandgerði, þar sem við vorum að endurnýja Pisces flökunarsamstæðuna. Húsið var tekið í notkun 2018 en í því er bleikju slátrað og hún fullunnin og pakkað í fjölbreyttar neytandaumbúðir. 

Þess má geta að Samherji fiskeldi er stærstur í bleikjueldi og vinnslu í heiminum.

 

Pisces vélasamstæðurnar hjá Samherja

Í húsinu voru tvær Pisces flökunarsamstæður en nú var verið að endurnýja stærri vélina sem hafði komið notuð inn í nýja húsið.

AHF 225 tekur bleikju frá 500gr til 2 kg.

AHF 350 tekur bleikju frá 1 kg til 3,5 kg.

Vinnslan fer þannig fram að sett er heil bleikja í vélasamstæðuna og hún hausar, hreinsar innyfli og flakar, allt í einni og sömu vélasamstæðunni.

Við bjóðum upp á heildarþjónustu varðandi Pisces vélar: þarfagreiningu, ráðgjöf, innfluting á vélum, uppsetningu, viðgerðir, varahluti og þjónustu.

 

Sérstaða:

• Frábærar vélar á mjög hagstæðu verði

• Lítil snyrting eftir flökun

• Einföld í notkun

 

Pisces vörunar:

Fjölbreytt úrval af fiskvinnsluvélum til að vinna smærri uppsjávarfiska og eldislaxa, þær eru sérhæfðar til að flaka og vinna fisk frá 10 gr upp í 10 kg.

• Flökunarsamstæður

• Flökunarvélar

• Hausarar

• Aðgerðarvélar

• Beinhreinsarar

• Roðfletting

• Hreistrarar, bæði tromlu- og flæðihreistrun

• Stærðarflokkarar með flæðivog

• Keflaflokkarar fyrir uppsjávarfisk

  

Pisces vélarnar henta einkum fyrir:

• Lax

• Silung

• Karfa

• Tilapia, oft kallaður kjúklingur hafsins

• Uppsjávarfisk

• Þyngd frá 10 gr til 10 kg

 

Nýtingin:

• Mjög góð nýting

• Lítil snyrting eftir flökun

 

Hjá okkur í KAPP færðu fjölmargt fyrir fiskeldi ss:

• Kæliþjónustu og viðgerðir

• Kælivélar og þjónusta við kælivagna og kassa

• Færibönd

• Flökunarvélar

• Handflökunarlínur

• Fiskvinnsluvélar

• Hnífabrýni fyrir flökunarvélar

• OptimICE forkælar

• OptimICE krapavélar

• Innmötunarkör

• Pökkunarvélar

• Karahvolfara

• Ryðfría stálsmíði

• Frysti- og kæliklefa

• Innréttingar fyrir kæliklefa

• Hurðir fyrir kælirými

• Yleiningar

• O.fl. 

 

Endilega hafðu samband í síma 587 1300 eða sendu email á osf@kapp.is til að fá nánari upplýsingar.

 

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr bleikjuvinnslunni í Sandgerði.

 

KAPP_Pises_Flokunarvel_Samherji_laxeldi

 

KAPP_Pises_Flokunarvel_Samherji_laxeldi

 

KAPP_Pises_Flokunarvel_Samherji_laxeldi

 

KAPP_Pises_Flokunarvel_Samherji_laxeldi

 

KAPP_Pises_Flokunarvel_Samherji_laxeldi

 

KAPP_Pises_Flokunarvel_Samherji_laxeldi

Fleiri fréttir

  • KAPP Skaginn ehf kaupir eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi

    KAPP Skaginn ehf kaupir eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi

  • KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2024

    KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2024

  • Fjör á KAPP básnum á IceFish í Fífunni

    Fjör á KAPP básnum á IceFish í Fífunni

  • Thor Landeldi kaupir GMT frá Innovasea

    Thor Landeldi kaupir GMT frá Innovasea

  • Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

    Ólafur Karl ráðinn sem aðstoðarforstjóri KAPP

  • KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

    KAPP skrifar undir samning við Atlas Premium Seafood

  • Saltsprautuvel-RAF-S900-visir-hf

    Vísir hf. fær afhenta nýja saltsprautuvél frá KAPP

  • Ny-Fiskur-CO2-Krapavel-OptimICE

    Ný-Fiskur fær fyrsta eintakið af nýrri CO2 krapavélina frá KAPP

  • Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

    Hágæða hnífabrýni fyrir hringhnífa

  • Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf

    Carrier kælikerfi fyrir sendibíla Mata ehf

  • Rafvirkjanemar í heimsókn hjá KAPP

    Rafvirkjanemar í heimsókn hjá KAPP

  • Samsettir gámar hjá ESJU Gæðafæði

    Samsettir gámar hjá ESJU Gæðafæði