Gleðilegt ár 2020
KAPP óskar ykkur öllum gleðilegs- og uppskeruríks árs 2020 og þakkar kærlega fyrir liðið ár.
Árið hjá KAPP var einstaklega viðburðarríki og kraftmikið þökk sé fjölmörgum viðskiptavinum hjá hinum mörgu deildum KAPP.
Hápunktar ársins voru fjölmargir og fjölbreyttir:
- KAPP keypti Stáltech sem sérhæfir sig í ryðfrírri stálsmíði og færiböndum.
- Margir nemahópar komu í starfskynningu.
- Slippurinn Akureyri keypti OptimICE kælibúnað í sjö skip.
- Varmadælistöð vígð í Vestmannaeyjum.
- Halli átti fimmtíu ára starfsafmæli.
- Mjaldrarnir fluttir með Schmitz vögnum til Vestmannaeyja.
- 100% vistvænt kælikerfi sett upp hjá SS á Hvolsvelli.
- KAPP var með bás á þremur sjávarútegssýningum, Brussel, Rússlandi og Íslandi.
- Skóflustunga að nýjum höfðustöðvum í Turnahvarfi Kópavogi.
- Sérsniðin færibönd fyrir Ísfélag Vestmannaeyja í Þórshöfn.
- Fjölmargar vinnuferðir erlendis, t.d. Pólland, Grænland, Kórea o.fl.
- KAPP varð Framúrskarandi fyrirtæki Credit Info 2019.
- Nýtt ammoníakskerfi í Guðrúnu Þorkelsdóttur SU 211.
- Tólf gámagrindur afhentar til Eimskipafélagsins.
- Yfirbyggðir kassar og vöruluyftur á flutningabíla.
- Vala átti þrjátíu ára starfsafmæli.
- Skötuveisla KAPP með tæplega fjöru hundruð gestum.
- Útskriftir nema í starfsþjálfun hjá KAPP.
Þetta er aðeins brot af þeim fjölmörgu verkefnum sem starfsmenn KAPP unnu að á árinu þar sem megin áherslan er lögð á framúrskarandi þjónustu og vönduð vinnubröggð.
Meðfylgjandi eru áramótamyndir frá öflugum sjávarútvegskjarna á Snæfellsnesi. Á litlu svæði eru þrjár hafnir, Rif, Ólafsvík og Grundarfjörður, sem eiga það allar sameiginlegt að iða af lífi allt árið um kring með kraftmiklum útgerðum og framúrskarandi starfsfólki.
Gleðilegt nýtt ár!