Nýtt vakumdælukerfi í uppsjávarskipið IIVID frá Grænlandi

Nýtt vakumdælukerfi í uppsjávarskipið IIVID frá Grænlandi

Starfsmenn KAPP hafa síðustu daga verið að stækka vakumdælukerfið í grænlenska uppsjávarskipinu IIVID sem er í eigu Artic Prime.

Nýbúið er að kaupa skipið frá Noregi og nú er unnið að því að yfirfara og gera það klárt fyrir kolmunaveiðar. Einnig getur skipið farið á makríl-, loðnu- og síldveiðar. IIVID sem áður hét Strand Senior er 1.969 tonna uppsjávarskip byggt árið 1999. 

Bætt var við tveimur nýjum Samson dælum til að auka afkastagetu vakumdælunnar þannig að löndunartíminn styttist til muna. 

KAPP er söluaðili á Samson dælum auk þess að smíða eða útvega íhluti fyrir kælikerfi og tækjabúnað í skip og báta.

Meðfylgjandi myndir er frá uppsetningu vakumkerfisins.

Related posts

  • Ný töskubelti í Leifsstöð

    Ný töskubelti í Leifsstöð

  • KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

    KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

  • OptimICE krapakæling  fyrir löndun uppsjávarafla

    OptimICE krapakæling fyrir löndun uppsjávarafla

  • Viðtal við Frey Friðriksson í Morgunblaðinu, mörg tækifæri framundan.

    Viðtal við Frey Friðriksson í Morgunblaðinu, mörg tækifæri framundan.

  • KAPP ehf selur saltsprautukerfi til Vísis hf í Grindavík

    KAPP ehf selur saltsprautukerfi til Vísis hf í Grindavík

  • Heimsókn frá mótorhjólahóp í Færeyjum

    Heimsókn frá mótorhjólahóp í Færeyjum