Allir aflahæstu línubátarnir með Optimice krapakerfi
Mjög góð línuveiði var á síðasta ári þar sem 35,5 þúsund tonn veiddust. Aflahæsti báturinn var Sighvatur GK 57 með 4.396 tonn.
Sjö aflahæstu línubátarnir eru allir með OptimICE krapakælingu frá KAPP og átta af tíu efstu. Krapakælingin hefur marg sannað sig sem yfirburða kæliaðferð sem auðveldar störf og skilar betri gæðum aflans. Hraðkælingin er fljótandi krapi, framleiddur um borð, sem kælir aflann margfalt hraðar en hefðbundinn flöguís og heldur honum undir frostmarki allan veiðitúrinn.
Sighvatur GK er frægt aflaskip sem á m.a. Íslandsmetið í einum túr hjá línubáti þegar hann kom með 165,5 tonn að landi. Sló þar met Jóhönnu Gísladóttur GK sem var 153,9 tonn. Jóhanna var næst aflahæst á síðasta ári. Báðir þessir aflabátar eru gerðir út af Vísi hf í Grindavík.
Af þessum tíu efstu aflaskipum komu fimm frá Grindavík og þrú frá Rifi. Öll voru þau með Optimice krapkælingu og hafa verið með í mörg ár.
Hér fyrir neðan er listi yfir tíu aflahæstu línuskipin 2020:
Nr. |
Bátur |
Tonn |
Útgerð |
Höfn |
Kæling |
1 |
Sighvatur GK 57 |
4.396 |
Vísir hf |
Grindavík |
OptimICE |
2 |
Jóhanna Gísla-dóttir GK 557 |
4.068 |
Vísir hf |
Grindavík |
OptimICE |
3 |
Fjölnir GK 157 |
3.912 |
Vísir hf |
Grindavík |
OptimICE |
4 |
Tjaldur SH 270 |
3.467 |
KG fiskverkur |
Rif |
OptimICE |
5 |
Páll Jónsson GK 7 |
3.244 |
Vísir hf |
Grindavík |
OptimICE |
6 |
Örvar SH 777 |
2.937 |
HH |
Rif |
OptimICE |
7 |
Rifsnes SH 44 |
2.681 |
HH |
Rif |
OptimICE |
8 |
Hörður Björns-son ÞH 260 |
2.386 |
GPG Seafood |
Raufarhöfn |
|
9 |
Núpur BA 69 |
2.351 |
Oddi hf |
Patreks-fjörður |
OptimICE |
10 |
Hrafn GK 111 |
2.113 |
Þorbjörn hf |
Grindavík |
Þessi glæsilega mynd hér fyrir ofan er af Sighvati GK 57 eldri. Ný Sighvatur var tekinn í notkun fyrir tveimur árum en okkur finnst myndin svo flott að við stóðumst ekki mátið að nota eldri Sighvat sem aðalmynd. Myndin af nýja Sighvati er hér fyrir neðan.
Myndin af eldri Sighvati er fengin af facebook síðunni Bátar og bryggjurölt sem Jón Steinar Sæmundsson verkstjóri hjá Vísi hf í Grindavík tók.