KAPP býður upp á nýstárlegar hágæða vörur og veitir framúrskarandi þjónustu fyrir fiskiskip með áherslu á sjálfbærni, skilvirkni og gæði.
Fiskiskip

Valdar vörur
Aðrar vörur
Smærri ósontæki
Fljótleg leið til að auka loftgæði, eyða lykt, reyk og myglu.
Skipaþjónusta
KAPP sérhæfir sig í skipaþjónustu og leggur áherslu á skjóta og vandaða vinnu. Meðal viðskiptavina okkar eru leiðandi sjávarútvegsfyrirtæki á heimsvísu. Ryðfrí stálsmíði er eitt af okkar sérfögum og einnig höfum við mikla þekkingu og reynslu í kæliviðgerðum, uppsetningu vélakerfa, hönnun búnaðar og allri suðuvinnu svo eitthvað sé nefnt.

Heildarlausnir
Við tökum að okkur bæði stór og smá verkefni. Meðal sérfræðinga okkar eru reynslumiklir tæknifræðingar, verkfræðingar og iðnfræðingar ásamt öflugum iðnaðarmönnum. Við erum með áratugareynslu í heildarlausnum eins og hönnun og uppsetningu á frysti,- & kælikerfum, færiböndum og stjórnkerfum. Við bjóðum upp á fyrsta flokks búnað og framúrskarandi þjónustu. Okkar lausnir hafa sannað sig fyrir að vera áreiðanlegar og afkastamiklar. Hjá okkur finnurðu allt til þess að gera hugmyndina þína að veruleika.

Stjórnkerfi
Í yfir tvo áratugi höfum við hannað, forritað og sett upp stjórnkerfi fyrir margskonar búnað. Okkar stjórnkerfi eru hönnuð nákvæmlega eftir þörfum viðskiptavina okkar. Við getum hannað stjórnkerfi í öllum stærðum og gerðum, allt frá litlum iðnstýringum upp í stór stjórnkerfi eins og SCADA kerfi. Markmiðið er alltaf að auka hagkvæmni og sjálfbærni.
