OptimICE® FK-50 Forkælir

Forkælirinn tryggir að hitastig afurða helst við 0*C meðan á framleiðslu stendur ásamt því að hámarka gæði og lengja geymsluþol.

Hámarkaðu gæðin

Forkælirinn er notaður til þess að tryggja bestu nýtinguna úr OptimICE® kerfinu við mismunandi aðstæður. Forkælirinn er stilltur og kvarðaður til að henta hverjum viðskiptavini sem best. Val á réttum forkæli er háð stærð OptimICE® krapa kerfissins og hitastigi vatnsins sem notað er. Notkun forkæla gerir viðskiptavinum kleift að hámarka skilvirkni OptimICE® kerfissins bæði við mismunandi flæðistig og vatnshitastig.

Frá því að fiskurinn er veiddur og hitastig hans er 6°C, tekur ekki meira en 1 klst að kæla fiskinn niður í -0,3°C til -0,9°C með því að nota OptimICE® ískrapakerfið og það helst við þetta hitastig í gegnum allt ferlið.

Hitamælingar

Við framkvæmdum hitamælingar í fiskverksmiðju á Hellissandi þar sem OptimICE® Forkælir er settur upp. OptimICE® krapavélarnar eru notaðar um borð í skipunum.

Viðhaltu kælingunni á meðan framleiðslu stendur

Þjónusta

Hjá KAPP færðu alltaf fyrsta flokks þjónustu. Við reynum alltaf að koma til móts við þig á einhvern hátt því það mikilvægasta fyrir okkur er að þú gangi sáttur frá borði. Einnig bjóðum við upp á þjónustu allan sólarhringinn. 

Ná í bækling hér:

Þar sem kælikeðjan rofnar aldrei

OptimICE® er ískrapakerfi sem kemur í stað fyrir hefðbundinn flöguís. Krapaísinn er framleiddur úr sjóvatni eða saltvatni bæði um borð og á landi. Krapaísinn umlykur fiskinn og kælir hann fljótt niður fyrir 0°C og heldur hitastiginu í kringum -0.5°C. Á meðan veiðiferðin stendur, við löndun, við flutning til framleiðslu og til neytanda helst fiskurinn við sama hitastig án þess að frjósa sem tryggir hámarksgæði. Þess vegna rofnar kælikeðjan aldrei með OptimICE® krapakerfinu. 

Sjá fleiri OptimICE® vörur

Leyfðu okkur að hjálpa þér að hámarka þín gæði

OptimICE® kerfin koma í mismunandi gerðum og geta verið aðlöguð eftir þínum þörfum. Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar til þess að finna bestu lausnina fyrir hverja starfsemi.

Tengiliðir