Um OptimICE®

OptimICE® er ískrapakerfi sem kemur í stað fyrir hefðbundinn flöguís. Krapaísinn er framleiddur úr sjóvatni eða saltvatni bæði um borð og á landi. Krapaísinn umlykur fiskinn og kælir hann fljótt niður fyrir 0°C og heldur hitastiginu í kringum -0.5°C. Á meðan veiðiferðin stendur, við löndun, við flutning til framleiðslu og til neytanda helst fiskurinn við sama hitastig án þess að frjósa sem tryggir hámarksgæði. Þess vegna rofnar kælikeðjan aldrei með OptimICE® krapakerfinu. 

Þar sem kælikeðjan rofnar aldrei

  • Hraðkæling

    OptimICE® hraðkæling er allt að 10x fljótari niður fyrir 0°C heldur en hefðbundinn flöguís. 

  • Geymsluþol eykst um 5-7 daga 

    Hraðkælingin tryggir ferskleika og hámarksgæði afurðarinnar.

  • Dregur úr myndun baktería

    Hraðkælingin minnkar myndum baktería umtalsvert. Þar að auki er OptimICE® ískrapinn framleiddur í lokuðu kerfi án snertingar við utanaðkomandi óhreinindi. 

  • Meiri skilvirkni

    OptimICE® ískrapakerfið er sjálvirkt kerfi sem minnkar vinnu við ís umtalsvert. Einnig eykur OptimICE® verðmæti afurðarinnar og er orkusparandi á landi.

Eftir 14 daga í kælingu

Gæðamunurinn sést á myndunum sem eru teknar af fiski eftir fjórtán daga í kælingu. Fiskurinn hægra megin er kældur með OptimICE® ískrapa og fiskurinn vinstra megin er kældur með hefðbundnum flöguís.

Hraðkæling á aflanum er lykilatriði

Um leið og fiskurinn er veiddur byrjar rotnun hans og því fyrr sem hann kemst í kælingu myndast færri bakteríur, geymsluþol eykst og hámarksgæði viðhaldast.

Grafið sýnir muninn á því að kæla botnfisk með OptimICE® ískrapa annars vegar og hefðbundnum flöguís hins vegar.

OptimICE® ískrapinn kælir fiskinn niður fyrir 0°C á innan við einni klukkustund. Með því að nota hefðbundinn flöguís tekur það um fimmtán klukkustundir að ná sama hitastigi.

Það er staðreynd að meðferðar- og kælihraði er mikilvægasti þátturinn í því að viðhalda gæðum afurða. Lykilatriðið í því að auka gæði afurða er hraðkæling sem dregur úr örveru- og bakteríumyndun.

Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á kælikerfum og þær sýna allar svipaðar niðurstöður. Grafið hér að ofan er frá Seafish Scotland. Matís, Matvæla- og líftæknirannsóknastofnun Íslands og Háskólinn á Akureyri ásamt International Journal of Refrigeration o.fl. hafa einnig rannsakað kælingu ískrapa og birt svipaðar niðurstöður.

Fersk afurð frá sjónum til neytenda

Hröð og skilvirk kæling aflans tryggir ferskleika og hámarksgæði afurðarinnar. OptimICE® ískrapakerfið tryggir að kælingin rofnar aldrei þegar fiskurinn er í flutningi á landi. Jafnvel þó að kæling í flutningavagni bili, hættir kælingin á fiskinum ekki, þökk sé OptimICE® krapakerfisins.

Með OptimICE® getur fiskurinn getur klárað ferðina þvert yfir landið og haldist í toppstandi alla leið á meðan íslausu kælilausnirnar eru aftur á móti mjög viðkvæmar í flutningi.

Hitamæling

Við framkvæmdum hitamælingar í fiskverksmiðju á Hellissandi þar sem OptimICE® Forkælir er settur upp. OptimICE® krapavélarnar eru notaðar um borð í skipunum.

CO2 í öllum OptimICE® krapavélum

Við bjóðum nú upp á Krapavélar knúnar 100% CO2 kælimiðli sem eru hannaðar til að halda kolefnissporinu í algeru lágmarki en á sama tíma minnka rekstrarkostnað. CO2 er 100% vistvænn kælimiðill.

CO2-OptimICE-BP-130

Okkur er treyst af

Við erum stolt af því að við höfum áunnið okkur traust leiðandi fyrirtækja. Með áreiðanleika og yfirburði höfum við myndað öflugt samstarf með fyrirtækjum sem treysta á vörurnar okkar og þjónustu.

  • Christian Asay

    Director of Catcher Vessel Operations

    "Trident Seafoods’ main focus is to bring to shore the best quality product possible. Using OptimICE® onboard our vessels allows us to chill the catch much faster than using traditional RSW systems only. The extra cooling boost when using the OptimICE® system allows us to preserve the quality of the fish we bring to our processing plants".

  • Pétur H. Pálsson

    Director of Vísir fishing company

    “We have used the OptimICE® equipment in our fishing vessels for many years. Our experience has been outstanding. It gives us without a doubt better quality, longer shelf life, reduced labor hours and better price for our products.”

  • Kristján Vilhelmsson

    Managing director - Ships operations

    "We have used the OptimICE® Liquid ice systems in our fishing vessels for a long time. Our experience is very good. It gives us better quality, longer shelf life and the labor hours are reduced. We get a higher price for our products".

Yfir 800 skip og matvælavinnslur nota OptimICE®

  • Nergård havfiske as

    Nergard Havfiske

  • Dominator

    Trident Seafoods

  • Kaldbakur EA 001

    Samherji hf

  • Örvar SH 777

    Hraðfrystihús Hellissands hf

  • Fjolnir GK 157

    Vísir hf

  • Ljósafell SU 70

    Loðnuvinnslan hf

  • Harðbakur EA 3

    Samherji hf

  • Vestmannaey VE 54

    Bergur-Huginn ehf

  • Bolga N-10-ME

    Kystfiske AS

  • Rifsnes SH 44

    Hraðfrystihús Hellissands hf

  • Álsey VE 2

    Ísfélag Vestmannaeyja hf

  • Blængur NK 125

    Síldarvinnslan hf

  • Dala Rafn VE 508

    Ísfélag Vestmannaeyja hf

  • Gullver NS 12

    Síldarvinnslan hf

  • Ottó N Þorláksson VE 5

    Ísfélag Vestmannaeyja

Skoðaðu OptimICE® búnaðinn

Upplýsingar

Ábyrgð OptimICE®

A guarantee is given for 12 months after test-run, or max 18 months from delivery of equipment from KAPP factory.

-

The guarantee covers only duplicate parts delivered EXW KAPP factory if failure is caused by original fault of material and/or workmanship.

-

The guarantee does not cover any leakage of refrigerant.

-

This guarantee is contingent upon the installation being approved and/or started by our supervisor at conditions agreed upon by the parties.

Leyfðu okkur að hjálpa þér að hámarka gæðin þín

OptimICE® kerfin koma í mismunandi gerðum og geta verið aðlöguð eftir þínum þörfum. Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar til þess að finna bestu lausnina fyrir hverja starfsemi.

Tengiliður