Kæliverkstæði

Við höfum um árabil verið leiðandi kælifyrirtæki á Íslandi í þróun og þjónustu kæli- og frystikerfa á Íslandi og þó víða væri leitað. Kæliverkstæðið okkar sinnir allri kæliþjónustu fyrir fjölbreyttan iðnað um allt land. Við erum sérfræðingar í kælilausnum og getum útvegað kæli- og frystikerfi í öllum stærðum og gerðum þar sem megináhersla er lögð á nýstárleg og umhverfisvæn kerfi. Við leggjum ríka áherslu á góða þjónustu og vandað verk enda eru einkunnarorð fyrirtækisins „Þú finnur traust í okkar lausn“.

Tengiliðir

Viðhald & Viðgerðir

Reglulegt viðhald skiptir miklu máli fyrir rekstraröryggi fyrirtækja. Við sinnum öllum viðgerðum og viðhaldi á kæli- og frystibúnaði fyrir verslanir, vöruhús, sjávarútveginn og flutningaiðnaðinn svo eitthvað sé nefnt. Við bjóðum fyrirtækjum upp á þjónustusamninga þar sem við sinnum m.a reglubundnu viðhaldi og vaktþjónustu. 

Hönnun og ráðgjöf

Við erum sérfræðingar í kæli- og frystikerfum. Við hönnum kæli- og frystikerfi í öllum stærðum og veitum ráðgjöf og þarfagreiningu til þess að finna bestu lausnina fyrir þig. Góð hönnun tryggir að kælikerfið skili því sem til er ætlast og getur oft skilað umtalsverðum sparnaði í kaupum á búnaði og við uppsetningu kerfa. 

Uppsetning

Við sérhæfum okkur í uppsetningu á kæli- og frystibúnaði. Við eigum mörg verkefni að baki í uppsetningu á kæli- og frystikerfum fyrir verslanir, vörhús og sjávarútveginn svo eitthað sé nefnt. Áherslan er lögð á vandaðan búnað og fljót og vönduð vinnubrögð. 

Sjálfbærni

Við bjóðum upp á margar lausnir í umhverfisvænum kælilausnum eins og CO2 og ammoníak og við höfum einsett okkur að vera leiðandi fyrirtæki í slíkum lausnum. 

Meðal þess sem við sérhæfum okkur í er að skipta út F-gösum í kælikerfum og setja inn nýja kælimiðla í staðinn sem eru bæði umhverfisvænni og sparneytnari. 

KAPP vottað kælifyrirtæki til þess að vinna með allar tegundir gróðurhúsalofttegunda. Allir starfsmenn KAPP í kælideild hafa setið námskeið um meðhöndlun svokallaðra F-gasa eða freons hjá Umhverfisstofnun og eru því með viðurkennda vottun. 

Vaktþjónusta 24/7

Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á vaktþjónustu þar sem fylgst er með kæli- og frystibúnaði allan sólahringinn. Þjónustan felst í því að tengja kæli eða frystibúnað viðskiptavina við tölvukerfi KAPP sem fylgist með og skráir alla helstu rekstrarupplýsingar viðkomandi tækja eða búnaðar.

Fari hitastig eða eða aðrar mælingar út fyrir eðlileg mörk eru send boð um það til þjónustumanns KAPP, sem bregst skjótt við og annaðhvort leyst málið í gegnum tölvuna eða mætir á staðinn, allt eftir eðli bilunar.

Carrier kælivélaþjónusta

KAPP er umboðsaðili Carrier Transicold kælivéla á vöruvagna og bíla á Íslandi. Við erum vottaðir þjónustuaðilar Carrier transicold með áratuga reynslu í viðgerðum, viðhaldi og uppsetningu kælivélanna. Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á þjónustusamninga þar sem við sinnum reglubundnu viðhaldi o.fl. 

A/C áfylling

KAPP býður upp á A/C áfyllingar á allar gerðir bíla, þar með talið hybrid og rafbíla. Áratugareynsla og vottaðir kælimenn. Áhersla er lögð á snögga og góða þjónustu.

Hvað gerum við?

  • Byrjum alltaf á að þrýstiprófa kerfið í leit að leka. 
  • Fyllum á kælikerfið.
  • Getum einnig tæmt kerfi og sett á þau aftur ef leki finnst eða af öðrum ástæðum.

Við mætum á verkstæði í áfyllingar á höfuðborgarsvæðinu og næstu bæjarfélögum. Einnig geta viðskiptavinir komið til okkar í A/C áfyllingu. Fyrir tímabókanir eða ráðgjöf er hægt er að hafa samband við okkur í síma 587-1300 eða senda okkur tölvupóst hér fyrir neðan.

Varahlutir

Við bjóðum upp á varahluti fyrir kæli- og frystibúnað frá Danfoss, Incold, SCM frigo og fleiri framleiðendum.

Þjónusta alla leið

Fjölbreytt starfsemi KAPP gerir okkur kleift að bjóða upp á þjónustu alla leið. Starfsmenn KAPP eru með ólíka menntun, þekkingu og reynslu og að meðaltali eru um 17 iðnaðarstörf hjá okkur hverju sinni. Allar deildir fyrirtækissins vinna saman að einu markmiði sem er að veita framúrskarandi þjónustu enda enda eru einkunnarorð fyrirtækisins „Þú finnur traust í okkar lausn“.

Við þjónustum leiðandi fyrirtæki

Aðrar þjónustur

Allar þjónustur