Ryðfrí stálsmíði

Við erum sérfræðingar í ryðfrírri stálsmíði. Með öflugum tækjabúnaði og reynslumiklu teymi gerum við þitt verkefni að veruleika. Allt frá hönnun og sérsmíði til stórframleiðslu. Við leggjum ríka áherslu á góða þjónustu og vandað verk enda eru einkunnarorð fyrirtækisins „Þú finnur traust í okkar lausn“.

Tengiliður

Hönnun og sérsmíði

Faglærðir starfsmenn okkar eru með áratugareynslu í hönnun og sérsmíði. Við getum tekið við verkefnum á hvaða stigi sem er. Vönduð sérsmíði gerir gæfumuninn og því tryggjum við alltaf hámarksgæði í okkar hönnun og smíðum.

Færibönd

KAPP framleiðir, hannar og þjónustar allar tegundir færibanda. Færiböndin okkar eru sniðin að þörfum viðskiptavina, hvort sem það er til sjós eða lands. Við leggjum mikla áherslu á gæði og endingu í okkar smíðum. 

Viðgerðir og breytingar

Við erum sérfræðingar þegar kemur að viðgerðum og breytingum á öllu sem snýr að málmi. Tæknideildin okkar aðstoðar í tilfellum þar sem flækjustig er mikið.

Þjónusta alla leið

Fjölbreytt starfsemi KAPP gerir okkur kleift að bjóða upp á þjónustu alla leið. Starfsmenn KAPP eru með ólíka menntun, þekkingu og reynslu og að meðaltali eru um 17 iðnaðarstörf hjá okkur hverju sinni. Allar deildir fyrirtækissins vinna saman að einu markmiði sem er að veita framúrskarandi þjónustu enda enda eru einkunnarorð fyrirtækisins „Þú finnur traust í okkar lausn“.

Aðrar þjónustur

Allar þjónustur