Margeir ráðinn fjármálastjóri KAPP
Hann kemur til KAPP frá Marel, þar sem hann hefur starfað frá árinu 2018, fyrst í stefnumótun og yfirtökum en síðar sem fjármálastjóri fiskiðnaðar. Á árunum 2012-2018 starfaði Margeir hjá Kviku banka við fyrirtækjaráðgjöf.
Kitty kemur einnig til KAPP frá Marel í Bandaríkjunum, þar sem hún hefur starfað síðan 2014 á fjármálasviði en þar áður hjá Pacific Cornetta Inc.
KAPP er íslenskt tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliþjónustu, framleiðslu, sölu og þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi, kjúklingaframleiðslu, smávöruverslanir og annan iðnað.
„Ég er ánægður að fá þau Margeir og Kitty til liðs við KAPP. Þau hafa bæði víðtæka reynslu og hæfni á sviði fjármála og reksturs sem mun styrkja fyrirtækið enn frekar. Það er mikill liðsstyrkur fyrir okkur að fá jafn öfluga einstaklinga til liðs við okkur eins og þau Margeir og Kitty. Bæði þekki ég frá fyrra starfi og veit yfir hvaða reynslu og kröftum þau búa. Það er okkur mikils virði að hafa öflugt teymi starfsmanna á öllum starfsstöðvum,“ segir Ólafur Karl Sigurðarson, aðstoðarforstjóri KAPP.
