KAPP er framúrskarandi fyrirtæki
KAPP hlýtur vottun sem Framúrskarandi fyrirtæki 2025, sjöunda árið í röð
KAPP hefur hlotið vottun Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki 2025 en fyrirtækið hefur fengið þessa viðurkenningu ár hvert frá árinu 2019. Vottunin staðfestir traustan rekstur, sterka lánshæfiseinkunn og áreiðanleika í samstarfi.
„Við lítum á þessa vottun sem staðfestingu á vinnubrögðum okkar, að setja þjónustu við viðskiptavini, gæði og langtímahugsun í forgang,“ segir Freyr Friðriksson, forstjóri KAPP. „Ég vil þakka viðskiptavinum okkar fyrir traustið og starfsfólki KAPP fyrir standa vaktina og veita afburðarþjónustu á hverjum degi.“
Hvað felst í vottuninni?
- Stöðugur rekstur þrjú ár í röð samkvæmt ársreikningum og skýrum hæfnikröfum.
- Lánshæfiseinkunn í hæsta gæðaflokki, sem styrkir stöðu KAPP sem trausts viðskiptaaðila og vinnuveitanda.
Á Íslandi eru rúmlega 40.000 fyrirtæki í virkum rekstri, en aðeins um 1.000 komast á lista Framúrskarandi fyrirtækja, úrvalshópur fyrirtækja sem standast strangar kröfur um rekstur, stöðugleika og framtíðarhæfni.

Um KAPP
KAPP er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í kælingu, frystingu og vinnslu fyrir matvælaiðnaðinn. Við hönnum, framleiðum og þjónustum lausnir sem lengja geymsluþol, auka gæði og nýtingu ásamt því að draga úr orkunotkun og niðritíma.
Hafðu samband ef þú vilt vita meira um lausnir KAPP eða samstarfsmöguleika: https://kapp.is/pages/hafa-samband
