OptimICE® Tankur

Tankarnir tryggja að hægt sé að dæla miklu magni af OptimICE® krapaísnum á stuttum tíma. Tankarnir eru framleiddir úr plasti með lofteinangrun og uppfylla ströngustu kröfur matvælaframleiðslu. Tankarnir eru hannaðir til að viðhalda krapaísnum með því að hræra stöðugt í blöndunni.

  • Hver tankur er búinn skynjara sem skynjar magn OptimICE® krapaíssins  í tankinum. Skynjunarbúnaðurinn ræsir sjálfkrafa og stöðvar OptimICE® krapakerfið í samræmi við kröfur viðskiptavina.

  • Hver tankur er með dælu sem getur skilað allt að 4000 lítrum af OptimICE® krapaís á klukkustund. Þrýstirofi ræsir sjálfkrafa og stöðvar dæluna með því að nema þrýstinginn á kúlulokum sem notaður er til þess að skammta krapaísnum. 

Þjónusta

Hjá KAPP færðu alltaf fyrsta flokks þjónustu. Við reynum alltaf að koma til móts við þig á einhvern hátt því það mikilvægasta fyrir okkur er að þú gangir sáttur frá borði. Einnig bjóðum við upp á þjónustu allan sólarhringinn. 

Ná í bækling hér:

Þar sem kælikeðjan rofnar aldrei

OptimICE® er ískrapakerfi sem kemur í stað fyrir hefðbundinn flöguís. Krapaísinn er framleiddur úr sjóvatni eða saltvatni bæði um borð og á landi. Krapaísinn umlykur fiskinn og kælir hann fljótt niður fyrir 0°C og heldur hitastiginu í kringum -0.5°C. Á meðan veiðiferðin stendur, við löndun, við flutning til framleiðslu og til neytanda helst fiskurinn við sama hitastig án þess að frjósa sem tryggir hámarksgæði. Þess vegna rofnar kælikeðjan aldrei með OptimICE® krapakerfinu. 

Sjá fleiri OptimICE® vörur

Leyfðu okkur að hjálpa þér að hámarka gæðin þín

OptimICE® kerfin koma í mismunandi gerðum og geta verið aðlöguð eftir þínum þörfum. Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar til þess að finna bestu lausnina fyrir hverja starfsemi.

Tengiliðir