Umhverfismálastefna KAPP ehf

Umhverfismál er á meðal forgangsverkefna KAPP og mun fyrirtækið aðlaga starfshætti og rekstur þess að ábyrgri afstöðu til umhverfisverndar.

Nú er unnið að því að innleiða nýja verkferla með það að markmiði að fá ISO skráningu í umhverfismálum.

Stöðugt ber að fylgja eftir stefnumótun og stjórnun umhverfismála í ljósi nýrra laga og reglna, starfshátta atvinnugreinarinnar, tækniþróunar, þarfa neytenda og væntinga almennings.

Við höfum frumkvæði að endurbótum á starfsháttum sem leiða til betri umhverfisverndar. Við munum þjálfa og hvetja starfsmenn til að sinna störfum með fullu tilliti til umhverfisverndar.

Við tökum tillit til umhverfisþátta s.s. orkuneyslu og nýtingu hráefnis við val á vörum, birgjum og flutningatækjum og að neikvæðum áhrifum á umhverfið frá rekstri fyrirtækisins sé haldið í lágmarki s.s. með réttri förgun sorps og úrgangsolíu.

Við munum skipuleggja og skrá neyðaráætlun um viðbrögð á hættustundum og skulu slíkar áætlanir endurspeglast í Áhættugreiningu fyrirtækisinns.

Við munum reglulega endurmeta árangurinn í umhverfisvernd. 

Við munum skipuleggja umbætur í umhverfismálum með hliðsjón af neðanskráðu vinnuferli:  

Núverandi verkefni í umhverfismálum:
Endurnýting: Takmarka kaup á nýjum varahlutum með endurnýtingu notaðra gæðavarahluta.
Fastur úrgangur (plast, pappír/pappi, járn, gler,) er flokkaður fluttur á sorpeyðingarstöðvar. 
Endurvinnsla: Olíu og spillefnum frá verkstæðinu er safnað saman og hún send til endurvinnslu eða eyðingar.
Endurvinnsla: Notaðir rafgeymar og hættulegur úrgangur eru sendir í endurvinnslu
Endurunninn pappír er notaður þar sem því verður við komið í rekstri fyrirtækisinns
Notkun á unhverfisvænum efnum: Búa til lista yfir hvað og hvernig flokka eigi úrgang til endurvinnslu
Hafa upplýsingar sýnilagar starfsmönnum og viðskiptavinum varðandi endurvinnslu og flokkun.