Hjágæða kæling á matvælum fyrir þá sem hafa lítið pláss. Gámarnir eru sérhæfðir fyrir Optim-ICE® kælingu.

Gámarnir eru fyrir þá sem vilja hjágæða kælingu á matvælum en hafa lítið pláss,  eða þar sem reksturinn er á nokkrum stöðum með árstíðabundna starfsemi. 

· Sérhannaðir fyrir hvern og einn og auðveldir í flutningi.

· Góð lausn til að auka gæði og einfalda vinnsluna í leiðinni.

 

Hvað er í gámunum  . . .

Gámarnir koma fullbúnir, einungis þarf að tengja við rafmagn, vatn og frárennsli.

Þeir eru sérhannaðir fyrir hvern og einn og því er mismunandi hvaða OptimICE® kælibúnaður er í hverjum gámi.

 

Þarfagreining

Til að þarfagreina kæligáminn þarf að vita hve mikið magn af ís þarf, hvert hitastigið er og hvort aðgangur sé að sjó.

 

Hvað þarf að vera á staðnum

Allir OptimICE® kæligámar koma tilbúnir með öllu því sem þarf til framleiðslunnar.

· Æskilegt er að hafa gáminn sem næst vinnsluhúsinu. 

· Gámurinn þarf að vera á sléttum fleti.

· Leggja þarf rafmagn að gámnum, mismunandi öflugt 

  eftir innihaldi hans. 

· Vatn og frárennsli þarf að gámnum.

 

Gámastærðir

Notaðir eru hefðbundnir gámar, sem eru innréttaðir fyrir hvern og einn.  Stærðin á gámnum fer því eftir þörfum á hverjum stað og óskum eiganda. Þeir geta því verð allt frá 10-40 fetum eða jafnvel enn stærri með samsettum gámum.

 

Frábært auglýsingagildi

Hægt er að merkja gámana og geta þeir því verið frábær auglýsing.

 

OptimICE®

OptimICE® er hágæða fljótandi krapaís sem sprautaður í kar með fiski eða öðrum matvælum.  Fiskurinn kólnar niður í 0° C á innan við klst. og helst þannig í marga daga. Gæðin verða því mun meiri en með hefðbundinni kælingu og hillutíminn eykst um 5-7 daga.

OptimICE® er unnið úr sjó eða saltvanti en saltið drenar síðan í burtu og eftir stendur hreint vatna við frostmark.

Þar sem kælikeðjan rofnar aldrei

Þar sem OptimICE® krapinn umlykur alla afurðina í karinu þá helst hitastigið jafnt, við 0°C og frýs aldrei, í marga daga án annarrar kælingar*.  

Þannig haldast gæðin í vinnslunni, við uppskipun og í flutningum á milli staða án þess að önnur kæling komi til.

Krapavélin, sem er hönnuð og unnin í KAPP ehf, hefur verið seld um allan heim í yfir tuttugu ár. Stærstu útgerðarfyrirtækin, bæði á Íslandi og erlendis, nota OptimICE® með mjög góðum árangri.

* Umhverfishiti hefur áhrif á endingu OptimICE® kælingar, sjá nánar á heimasíðu kapp undir OptimICE.