Lykilmenn H•U•G•A

Hlutverk lykilmanna í H•U•G•A er að halda utan um kerfið og sjá til þess að það virki alla dag, sinna fyrirbyggjandi aðgerðum og halda reglulega fundi.

STJÓRN

Stjórn H•U•G•A ber yfirábyrgð á öllu sem gerist í H•U•G•A.

• Skipa í stöður fyrir hönd KAPP.

• Halda fund a.m.k. einu sinni á ári.

• Eigendur KAPP eru í stjórninni.

 

ÖRYGGISSTJÓRI

Öryggisstjóri er daglegur stjórnandi H•U•G•A stefnunnar.

• Hann er til að ráðleggja og styðja lykilstarfsmenn H•U•G•A

• Ef upp kemur óvissa á að bera það undir Öryggisstjóra

• Hann hefur eftirlit með lykilstarfsmönnum

• Hann situr í Öryggisráðinu

• Hann er skipaður af KAPP

 

ÖRYGGIS TRÚNAÐARMAÐUR

Öryggistrúnaðarmaður er fulltrúi starfsmanna á vinnustað og kosinn af þeim.

ÖRYGGIS RÁÐ

Öryggisráðið er miðpunktur í utanumhaldi H•U•G•A. Í því sitja lykilstarfsmenn og fundir eru haldnir reglulega

Markmið ráðsins er að bæta stöðugt starfsemi og öryggi H•U•G•A.

Öryggisráðið yfirfer allar ábendingar og tilkynningar um slys.

• Slys eru rýnd og tekin er ákvörðun um úrbætur.

• Tilkynningum um slys er vísað til öryggisvarðar til framkvæmdar.

• Aðrar ábendingar eru rýndar og niðurstaðan tilkynnt.

• Haldin er skýrsla um alla starfsemi ráðsins og hún send stjórn árleg.

 

ÖRYGGISVÖRÐUR

Hlutverk öryggisvarðar er tvíþætt:

• Öll samskipti við Vinnueftirlit Ríkisins og lögreglu

• Framfylgd með eftirliti H•U•G•A á vinnustað

Samskipti við Vinnueftirlitið og lögreglu skal fara fram skv lögum og vinnureglum Vinnueftirlitsins, sjá nánar á heimasíðu Vinnueftirlitsins og lögum á hverjum tíma.

Samskiptin skulu vera á rafrænu formi.

Halda þarf utan um slysa- og óhappaskrá. Hún er trúnaðarmál. Aðgang að henni hafa er Vinnueftirlitið og öryggisráð- og stjórn H•U•G•A sem skulu umgangast hana sem trúnaðarmál.

 

VERKSTJÓRI

Verkstjóri er daglegur stjórnandi á vettvangi.

Starfsmenn geta leitað til hans um málefni H•U•G•A og ber honum að leita úrlausna.

• Einfaldari mál: leysa sjálfur með eða án starfsmanna

• Flóknari mál: koma þeim áfram í viðkomandi úrræði

Einfaldari mál skulu rædd á reglulegum fundum öryggisráðsins.

 

KYNNINGARSTJÓRI

Kynningarstjóri ber ábyrgð á innleiðingu H•U•G•A stefnunnar.

Einnig ber hann ábyrgð á að kynna nýjungar / breytingar sem koma í framtíðinni.

Í samvinnu með viðkomadi lykilstarfsmönnum sér kynningarstjóri um:

• Nýliðakynningu

• Skyndihjálparnámskeið

• Önnur námskeið sem gætu orðið

• Árlegan fund H•U•G•A með öllum starfsmönnum

• Merkingar á vinnustað

• Kynna viðskiptavinum, verktökum og birkjum stefnu H•U•G•A