Carrier kælikerfi fyrir bifreiðar og vagna
KAPP er umboðsaðili fyrir Carrier kælikerfi fyrir bifreiðar og vagna.
Carrier kælikerfin hafa reynst einstaklega vel á Íslandi og bjóða upp á mikið úrval og lausnir fyrir nánast alla.
Í yfir 45 ár hefur Carrier verið leiðandi á heimsvísu á sviði kælikerfa fyrir allar gerir af bílum og vögnum.
Carrier leggur mikla áherslu á að kælikerfin séu orkusparandi og umhverfisvæn.
Umhverfisvænni kælimiðlar
Carrier leggier mikla áherslu á umhverfismál og þróun kælimiðla er í stöðugum framförum.
Í dag er möguleiki að fá umhverfisvæn kælikerfi en skoða þarf aðstæður á hverjum stað til að finna út hvaða leið hentar best.
Með nýrri tækni er hægt að lækka GWP um allt að 2.500.
Í boði er að fá ný kælikerfi með annað hvort Co2 eða rafmagni.
Hafðu samband og við finnum bestu lausnina með þér.
Vector eCool, fyrsti kælibúnaðurinn með 100% umhverfisvænu og sjálfstæðu rafkerfi
Carrier kynnir fyrsta kælibúnaðinn fyrir trailera með sjálfstæðu rafkerfi.
100% rafmagn
100% sjálfstætt
100% afl
Carrier Transicold hefur unnið markvisst að því að draga úr losun, bæta sjálfbærni og auka skilvirkni í kæliflutningageiranum og nú er fyrsta afurðin komin á markað sem er fullkomlega sjálfstæð, 100% rafmagn og vélarlaust kælikerrukerfið, Vector eCool™.
Þessi nýja tækni táknar risastórt skref fram á við fyrir kælingu eftirvagna.
eCool™ kerfið er sjálfbær lausn sem uppfyllir alla staðla í kolefnislosun og veldur engri beinni losun sem mengar unhverfið.
Sjálfbær og hávaðalaus lausn
Með því að nota nýtt orkunýtingar- og geymslukerfi, breytir Vector eCool hreyfiorku sem myndast af öxli og með bremsum í rafmagn, sem síðan er geymt í rafhlöðupakka sem knýr kælibúnaðinn. Þessi tækni skapar algjörlega sjálfstætt kerfi sem framleiðir enga beina losun koltvísýrings eða agna.
Vector eCool er einnig PIEK-samhæft, sem þýðir að þegar það er notað með City útgáfum af Vector® HE 19 er rekstrarhljóð kerfisins undir 60 dB(A). Ásamt útblástursframmistöðu sinni veitir Vector eCool fullkomna lausn fyrir strangar reglur á vegum í þéttbýli.
Hér sjáið þið myndband af Vector eCool: