KAPP er leiðandi fyrirtæki á íslenskum markaði í kæli- og viðgerðarþjónustu fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi, matvælaframleiðslu, smásöluverslun og vöruflutningum.
Vistvænt KAPP er hugtak sem lýsir því hvernig við vinnum að umhverfismálum í eigin starfsemi og í samstarfi við birgja og viðskiptavini.
Þannig minnkum við stöðugt vistspor fyrirtækisins og í virðiskeðjunni. Til að ná árangri fylgir KAPP eftirfarandi meginreglum:
Við auðveldum fyrirtækjum að skipta yfir í vistvæna kælimiðla
Í samstarfi við birgja bjóðum við upp á hagkvæma og vistvæna valkosti. Við auðveldum viðskiptavinum að finna og velja vörur sem hægt er að nota í til að minnka eða hætta noktun F-gasa (freon).
Við þróum og framleiðum umhverfisvænar kælivélar fyrir sjávarútveginn
Síðan 1999 höfum við þróða og framleitt OptimICE krapaísvélina sem leysir hefðbundinn flöguís af hólmi. Með notkun á krapanum kælist aflinn margfalt hraðar niður undir 0°C og helst þannig allt framleiðsluferlið og til endanlegs notanda. Með þessu lengist líftími ferskfisksins um fimm til sjö dag og minnkar því matarsóum umtalsvert.
Nú er verið að leggja lokahönd á uppfærslu OptimICE þannig að hún noti Co2 kælimiðilinn, fyrsta vél sinnar tegundar í heiminum. OptimICE er selt um allan heim.
Við erum fagleg og framsækin
Við búum yfir þekkingu og reynslu og leggjum metnað í að fagmennska og áreiðanleiki einkenni störf okkar. Starfsmenn fá endurmenntun svo viðskiptavinir geti treyst ráðgjöf okkar varðandi umhverfismál og framkvæmdir.
Við setjum okkur markmið
Við setjum okkur tímasett markmið með framkvæmdar- og tímaáætlun.
Setjum markið hærra
Í eigin starfsemi fylgjum við lögum og reglum og bjóðum vörur og lausnir sem eru umfram það sem lög og reglur krefjast.
Við berum ábyrgð
Við berum ábyrgð á umhverfisáhrifum fyrirtækisins í öllum stigum virðiskeðjunnar og væntum þess að birgjar og aðrir hagsmunaaðilar geri það einnig.