Hliðarkæling

Hliðarkæling er lausn sem hentar sjávarútvegi einstaklega vel. Þú umbreytir freonkerfum og minnkar freon á kerfunum um allt að 90%.Nú býður KAPP upp á lausn sem minnkar notkun Freons. Hvort sem það er fyrir kælingu í lestum eða frystingu á millidekki. Freon hefur í gegnum tíðina verið aðalkælimiðillinn sem notaður hefur verið í fiskiskipum til að kæla lestarrými og aðra staði í skipinu. Freon er mjög slæmt fyrir umhverfið og því mikið kappsmál að útrýma því. 

Upplýsingar

Lesa Meira

Hliðarkæling

Þessi aðferð gengur út á að skipta út kælimiðlinum R404A (Freon) fyrir umhverfisvænni kælimiðill, svo kallað secondary kerfi, þar sem magnið af kælimiðli er minnkað um 90 til 99% og einangrað í litlu einangruðu kælikerfi í stað þess að það sé í lögnum um allt skip. 

Þetta er einstaklega umhverfivæn, ódýr og einföld lausn til að skipta út kælimiðlum eins og Freoni og minnka þar með hættunna á losun F-gasa út í andrúmsloftið.

Í þessari nýju aðferð eru tvö kerfi í stað eins, kælikerfi og flutningskerfi. Kælikerfið er með kælimiðlinum R449A kælist allt niður í -20°C og liggur fast upp að flutningskerfi, sem er með umhverfisvænum Glykol vökva. Þar sem kerfin liggja þétt saman myndast hliðarkæling stundum kallað kuldaberi sem kælir Glykolið án þess að komast í snertingu við Freonið. Flutningskerfið flytur svo kalt glycol í lestarrýmið.

Með þessari aðferð minnkar hætta á að F-gös leki úr flutningskerfinu sem liggur um allt skip.

  • Freon minnkar um 90-99%
  • Glykol eða Ammóníak sett í staðinn
  • Glykol kostar einungus um 10% af því sem Freon kostar
  • Líkur á Freon leka minkar um 99%
  • Freon er einangrað í lokuðu kerfi á einum stað í skipinu
  • Freon er ekki lengur í leiðslum um allt skip

Mögulegt að nota núverandi kælikerfi við umskiptin

Möguleiki er að nýta stóran hluta af kælikerfinu sem eru fyrir í skipum en í mögum tilfellum þá var tækifærið notað til að endurnýja gamlar lagnir í nýjar öruggari lagnir og sama átti við um kælipressuna.

Tækni fyrir öll skip og báta

Með þessari nýju tækni geta öll skip sem hafa gamla Freonkerfið skipt yfir í nýju umhverfisvænu hliðakælinguna.

KAPP sér um breytinguna frá A-Ö

Sérfræðingar hjá KAPP aðstoða við þarfagreiningu og í framhaldi sjá um allt ferlið frá A-Ö þannig að umhverfisvænu umskiptin verði sem öruggust og þægileg fyrir útgerðina.

Dæmi um hvernig ferlið fer fram

Hér er dæmi um hvað var gert í Tjaldinum SH 270 sumarið 2021.

Kælikerfið og lagnir voru komnar til ára sinna í þessu 30 ára gamla aflaskipti og því var ákveðið að yfirfara allt kerfið og langnir og skipta út því sem var komið á tíma en nýta það sem var í góðu lagi. Gömlum koparlögnum var skipt út fyrir nýjar og mun öruggari langir.

  • Skipt um kælipressu
  • Skipt um eimsvala
  • Freon 2000 kg niður í 30 kg
  • Freon minnkaði því um 99%
  • Glykol sett í staðinn
  • Skipt um lagnir
  • Kælimottur í lest endurnýjaðar

Hafa Samband