KAPP hefur sett sér metnaðarfull mælanleg markmið í sjálfbærni sem skal ná að fullu fyrir árið 2027
Umhverfismál
Unnið er markvisst að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem voru viðeigandi fyrir starfsemi KAPP.
KAPP verði að fullu kolefnisjafnað 2027:
Farið verður í að taka á öllum þáttum starfseminnar með það að markmiði að minnka kolefnisfótspor KAPP eins og mögulegt er.
- Minnka skal alla notkun eins og hægt er.
- Öll flokkun og úrgangi starfseminnar og starfsmanna verði framúrskarandi.
- Kolefnisnokun í samgöngum verði minnkuð um 60% á tímabilinu
- Flugferðir starfsmanna verði minnkaðar eins og hægt er með fjarfundum eða öðrum lausnum.
- Allar flugferðir verða kolefnisjafnaðar
- Allt húsnæði KAPP verði gert eins umhverfisvænt eins og kostur er.
- Led lýsing, minnkun á rafmangi / hita með betri tækum og stýringu o.þ.h.
- Öll efnanotkun verði minnkuð eins og hægt er og krafa gerð um umhverfisvænni efni.
- KAPP skal halda grænt bókhald.
Lokamarkmiðið er að öll starfsemi KAPP verði að fullu kolefnisjöfnuð án þess að kaupa utanaðkomandi kolefniseiningar.
Kolefnisbinding í skógrækt KAPP:
KAPP hefur hafið skógrækt í eigin landi við Háamúla í Fljótshlíð. Gerður hefur verið samningur við Skógræktina um ráðgjöf við ræktun og mat á kolefnisbindingu skógræktar í landi með viðurkenndum vísindalegum aðferðum. Niðurstöðurnar verða notaðar til að gera áætlun um kolefnisjöfnun starfsemi KAPP.
Minnkun pappírs um 90%:
Markmið KAPP er að draga úr notkun skrifstofupappírs (A4) um 90%.
Minnkun eldsneytisnotkunar um 60%:
Markmið KAPP er að minnka losun gróðurhúsalofttegunda (CO2eq) vegna tækja og bifreiða um 60%. í ársbyrjun 2021 átti fyrirtækið 23 bifreiðar sem notaðar eru fyrir starfsmenn í vinnu hjá viðskiptavinum. Minnkunin verður m.a. með fjölgun rafmagnasbíla, metanbíla og taka upp deilibíla.
Dregið verði úr plastnotkun um 70%:
Aðallega er plast notað í lagnir í vörur sem við framleiðum auk umbúða. Allt plast verður úr endurunnu plasti. Einnig á að leggja áherslu á að birgjar okkar minnki plastnotkun í vörum sem við kaupum.
Blandaður og grófur úrgangur minnki um 30%:
Úrgangurinn er mjög mismunandi milli ára og fera aðallega eftir verkefnum sem við eru í á hverjum tíma. Lögð verður áhersla á að minnka hann eins og hægt er og að hann verði allur flokkaður hjá okkur fyrir förgun.
Mannauðsmál
Hækka hlutfall kvenna í iðnaðarstörfum:
Því miður er hlutfall iðnmenntaðra kvenna mjög lágt en með því að leggja áherslu á að þær séu velkomnar hjá okkur ætti að vera hægt að auka hlutfallið jafnt og þétt.
Launamunur verði 0%:
KAPP er að taka upp jafnlaunavottun og fyrstu útreikingar sýna að það er enginn launamunur sé milli kynja. Markmiðið er að halda því þannig.
Nýliðafræðsla:
Starfsfólk fái nýliðafræðslu KAPP innan tveggja vikna frá fyrsta starfsdegi. Þróðuð hefur verið námslína fyrir nýtt starfsfólk og setur KAPP sér það markmið að fræða starfsfólk um allt fyrirtækið.
Samgögnustyrkur:
KAPP býður starfsfólki upp á samgöngusamning í samræmi við reglur Ríkisskattstjóra. Markmiðið er að 60% þeirra sem eiga möguleika á því nýti samgöngusamninginn.
Öryggismál
Öryggi starfsmanna:
Markmiðið er að KAPP verði fyrirmyndarfyrirtæki í öryggismálum starfsmanna og nánasta umhverfis.
- Gefin hefur verið út vegleg öryggishandsbók sem allir starfsmenn hafa fengið.
- Allir öryggisferlar er vel skilgreindir skv. ýtrustu stöðlum Vinnueftirlitsins.
- Öll aðstaða og tæki hafa verið yfirfarin með tilliti til öryggismála og fá reglulega enduskoðun.
- Áhættumat er gert fyrir öll stæri verkefni og allar vélar innahúss.
- Rýmingaráætlun er til staðar fyrir eldsvoða.
- Allir starfsmenn fara á skyndihjálparnámskeið og reglulega býðst endurmenntun.
- Öllu starfsfólki er skylt að nota persónuhlýfar við öll störf, sem KAPP skaffar.
- Öryggisráð KAPP fer yfir öll atvik sem upp koma í öryggismálum með það að markmiði að gera endurbætur til að fækka slysum.
- Öll slys eða næstum slys ertu tilkynnt til Vinnueftirlits / lögreglu eftir því sem við á.
Vörurýrnun:
Vörurýrnun í framleiðslu og þjónustu KAPP verði minni en 50% af meðalvörurýrnun í sambærilegum fyrirtækjum á Íslandi. Rýrnun ýtir undir sóun og það með aukið kolefnisfótspor.
Kostnaðar-/tekjueiningar
Framleiðsla:
- OptimICE krapavélar
- Forkælar
- Forðatankar
- Færibönd
- Ryðfrí smíði fyrir matvælaiðnaðinn
Verkstæði / þjónusta:
- Kæliþjónusta
- Vélaverkstæði
- Renniverkstæði
- Ryðrí stálsmíði
Helsti innflutningur:
- Kæliklefar, yleiningar og frystigámar
- Kælikerfi fyrir flutningavagna/kassa og kælirými
- Flutningavagnar og kassar
- Fiskvinnsluvélar
- Þvottavélar fyrir matvælaiðnað