HVER TILKYNNIR:
• Öllu starfsfólki og verktökum KAPP er skylt að tilkynna öll atvik sem leiða til eða geta leitt til slysa.
HVERNIG Á AÐ TILKYNNA SLYS:
• Tilkynna skal næsta yfirmanni slysið eins fljótt og hægt er.
• Hann skráir það síðan í gegnum rafrænt tilkynningarkerfi á heimasíðu www.KAPP.is.
• Öryggisráð KAPP tekur við rafrænu tilkynningunum og rýnir atvikið.
• Kemur þeim síðan áleiðis til réttra aðila.
HVAÐ ER TILKYNNT:
• Tilkynningar skiptast í þrennt.
• 1) Slys, 2) Ábendingar, 3) Tjón á búnaði
1) SLYS:
Skiptist í þrjá flokka:
• Alvarleg slys / eitranir
Alvarleg slys eru t.d. slys þar sem hinn slasaði missir útlim, beinbrotnar, fer úr lið, fær meiriháttar sár, missir meðvitund, hlýtur skemmdir á taugavef, verður fyrir alvarlegu augnslysi, innvortis meiðslum, eitrun eða dauða.
• Önnur slys
Önnur slys eru vægari slys þar sem starfsmaður verður óvinnufær í a.m.k. einn dag auk dagsins sem slysið varð.
• Næstum slys / Óhapp
Næstum slys / Óhapp eru aðstæður þar sem óhapp hefði getað orðið og ástæður eru til að skoða hvort betra vinnuunhverfi eða vinnubrögð gætu komið í veg fyrir þannig slys í framtíðinni.
2) ÁBENDINGAR: (annað en slys)
Til að bæta aðstöðu, vinnu og andrúmsloft er mikilvægt að fá ábendingar sem hægt er að rýna og nýta til framfara.
• Ábendingar sendist á netfangið huga@kapp.is
• Öryggisráð H•U•G•A tekur við ábendingum og rýnir.
Dæmi um ábendingar:
• Hrós
– ábending um góð vinnubrögð,
– einhver er til fyrirmyndar
• Kvörtun
– frá viðskiptavini, frá samstarfsfélaga,
frá þér?
• Ábending
– tillaga um hvað megi gera betur
• Birgi
– er ekki að afhenda á réttum tíma,
gæðum, kostnaði, fá annan birgja?
• Eftirlit með verki
– úttekt og eftirlit er ábótavant
• Framkvæmd verka
– ófullnægjandi vinnubrögð
• Framleiðsla
– framleiðslu galli, búnaður bilar, afurð
gölluð
• Hönnun
– breyting á hönnunar forsendum,
vantar / ófullnægjandi teikningar
/ hönnunargögn
• Innkaup
– ekki farið eftir innkaupaferli,
vitlaus afurð pöntuð
• Móttaka vöru
– ekki staðfest með beiðni,
ótilgreint hvar/ hvert skal afhenda
• Rýni
– Tilboð/Teikningar/skýrslur
/úttekt vöru:
• vantar að rýna
• hver á að rýna?
3) TJÓN Á BÚNAÐI
• Alvarlegt tjón á búnaði skal tilkynnt.
• Ábendingar sendist á netfangið huga@kapp.is
• Öryggisráð H•U•G•A tekur við ábendingum og rýnir.