Stöðug endurmenntun í umhverfismálum hjá KAPP

Stöðug endurmenntun í umhverfismálum hjá KAPP

KAPP hefur í gegnum tíðina lagt mikla áherslu á að starfsmenn séu vel menntaðir og fái stöðuga endurmenntun.

Hornsteinn KAPP eru vönduð vinnubrögð og jákvætt viðhorf enda er slagorðið okkar „Þú finnur traust í okkar lausn“

Nú á dögunum kom fulltrúi frá Tækniskólanum og kynnti starfsmönnum það nýjasta sem er að gerast í umhverfismálum kælimiðla.

Miklar framfarir eru í umhverfismálum og kælimiðlar eru þar engin undantekning. Mikilvægt er að skipta út eða minnka notkun á ósækilegum kælimiðlum eins og F-gösum (freon) eins og hægt er.

Námskeiðið stóð yfir í tvo daga og var aðaláherslan á meðhöndlun flúoraðra gróðurhúsaloftegunda, hvernig á að umgangast lekaeftirlit með loftþéttum kerfum, uppsetning, úrelding, viðgerðir, viðhald o.þ.h.

Einnig var farið yfir nýjustu þróun í kælimiðlum og hvaða nýjir möguleikar eru í að skipta út kælimiðlum sem eru slæmir fyrir umhverfið og setja inn nýja umhverfisvæna eða vænni í staðinn.

Þess má geta að allir starfsmenn kælideildar KAPP eru vottaðir í meðhöndlun flúoraðra gróðurhúsategunda.

Related posts

  • Pikkoló - sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu

    Pikkoló - sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu

  • Reynir Pétur kominn heim

    Reynir Pétur kominn heim

  • KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2023

    KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2023

  • Ný töskubelti í Leifsstöð

    Ný töskubelti í Leifsstöð

  • KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

    KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

  • OptimICE krapakæling  fyrir löndun uppsjávarafla

    OptimICE krapakæling fyrir löndun uppsjávarafla

  • Viðtal við Frey Friðriksson í Morgunblaðinu, mörg tækifæri framundan.

    Viðtal við Frey Friðriksson í Morgunblaðinu, mörg tækifæri framundan.