Pikkoló - sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu

Pikkoló - sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu

Með snjalldreifikerfi Pikkoló getur fólk nú pantað matvörur á netinu og sótt þær í nærumhverfið sitt, þar sem Pikkoló er með staðsettar kældar sjálfsafgreiðslustöðvar.

Ragna M. Guðmundsdóttir stofnaði Pikkoló með systir sinni Kristbjörgu en þær standa að M/STUDIO, sem er hönnunarstofa sem leggur áherslu á hönnun og framkvæmd sjálfbærra nýsköpunarverkefna.

KAPP_Pikkoló_kælingÖflugt kælikerfi er í öllum Pikkoló stöðvum.

Lausn fyrir heimsendingu á köldum mat

Þar sem Pikkoló stöðvarnar eru kældar, er í góðu lagi þótt matvörurnar bíði þar í nokkra tíma þar til kaupandinn kemur og sækir þær.

KAPP tók þátt í þróun á verkefninu frá upphafi og lagði til 100% umhverfisvænt kælikerfi ásamt aðlögun og uppsetningu.

Við óskum þeim systrum til hamingju með Pikkoló sem á eftir að nýtast öllum vel í framtíðinni og hjálpa til við að minnka kolefnissporið. 

KAPP_Pikkoló_kælingGott pláss er í stöðvunum þar sem vel fer um vöruna þangað til viðskiptavinurinn kemur að sækja.

Pikkoló hefur þegar opnað tvær stöðvar, við Grósku í Vatnsmýrinni og Breiddinni í Kópavogi. Í haust er áætlað að opna þriðju stöðina en hún verður staðsett við Hlemm. Meðal annarra samstarfsaðila Pikkoló til að byrja með eru Eldum rétt, Food Coop, Fincafresh, Matland, Mabrúka og vínvefverslunin Somm.

Sjá nánar í frétt frá Visi hér

KAPP_Pikkoló_kælingÞað vildi svo vel til að starfsmaður Pikkoló var á staðnum þegar ljósmyndari KAPP koma að mynda Pikkoló stöðina við BYKO í Breidd.

Þetta ferli hefur tekið sinn tíma eins og búast mátti við en hér fyrir neðan er gömul frétt á KAPP.is þar sem fjallað var um þróunina.

 

Frétt á KAPP.is frá 2021:

Undanfarið hefur verið áhugaverð í þróunarvinna í gangi hjá m/studio_  um nýja nálgun á dreifikerfi fyrir matvæli sem versluð eru á netinu, svokallað MAT.

MAT, sem þau kalla sjálfbæra þróun kaupmannsins á horninu, mun tengja hefðbundnar matvöruverslanir við litlar vistvænar dreifistöðvar staðsettar fyrir utan vinnustaði í þeim tilgangi að spara notendum ferð í matvöruverslun eftir langan vinnudag.

Fyrsta MAT stöðin er staðsett hjá BYKO í Breidd. Hún er þróunarstöð þar sem samstarfsaðilar fullkomna þróunarvinnuna með áherslu á að minnka matarsóun, lágmarka óþarfa dreifingu, auka tímasparnað og lífsgæði. 

Eldum rétt, Marel, BYKO og Visthús eru samstarfsaðilar m/studio_ og KAPP sér um vistvænu kælinguna.

Kælingin mun halda matnum annað hvort köldum eða frosnum þangað til viðskiptavinurinn kemur og sækir í MAT.

CO2 kælikerfið, sem er frá SCM Frigo, er 100% vistvænt og hannað þannig að kolefnissporið sé í algjöru lágmarki, uppsetning á því sé einföld og viðhald verði lítið. Rekstrarkostnaður kælikerfisins er einstaklega hagkvæmur. Blásarinn sem tengdur er kælikerfinu er frá Vörukaup.

KAPP sá um ráðleggingar í þróunarvinnunni, uppsetningu, eftirlit og viðhaldið á kælikerfinu.

Öll samskipti viðskiptavina við MAT verður í gegnum app í símanum. Skilaboð koma þegar sending er komin, skynjari til að opna MAT og tilvísun í þitt geymsluhólf.

Það eru því spennandi og vistvænir tímar framundan í verslun á matvælum og ef að líkum lætur þá verður MAT komið fyrir framan fjölmenna vinnustaði og skóla víða á landinu og erlendis áður en langt um líður.

 

Related posts

 • Reynir Pétur kominn heim

  Reynir Pétur kominn heim

 • KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2023

  KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2023

 • Ný töskubelti í Leifsstöð

  Ný töskubelti í Leifsstöð

 • KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

  KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

 • OptimICE krapakæling fyrir löndun uppsjávarafla

  OptimICE krapakæling fyrir löndun uppsjávarafla

 • Viðtal við Frey Friðriksson í Morgunblaðinu, mörg tækifæri framundan.

  Viðtal við Frey Friðriksson í Morgunblaðinu, mörg tækifæri framundan.