Orkustöð frá KAPP fyrir útsendingu frá gosinu

Orkustöð frá KAPP fyrir útsendingu frá gosinu

Nýlega lukum við skemmtilegu verkefni fyrir StudioM þegar við fylltum gám af græjum þannig að næg orka væri fyrir myndavélar sem vakta gosið.

 

 Áður hafði verið notast við sólarsellur og vindmyllur. Hvorugt gekk án vandræða við misjafnar aðstæður sem eru við gosið. Mikil þoka og ský takmarka sólarselluna og erfiðlega gekk að nýta vindmylluna vegna mikilla breytinga á hegðun gossins.  

Gámurinn er með öllu því sem þarf til að hafa næga og stöðuga orku auk þess er hægt að færa hann með skömmum fyrirvara ef hraunið nálgast.

Það voru ýmis tæknileg vandamál sem þurfti að leysa þegar Freyr Hákonarson hjá StudioM - Árvakri kom til okkar. Með frábærri samvinnu voru vandamálin leyst og gámurinn var klár tveimur dögum eftir að verkefnið fór af stað.

Siggi Danski flutti svo gáminn á sinn stað af miklu öryggi þannig að nú er næg og stöðua orka fyrir upptökur af gosinu í framtíðinni.

Á meðfylgjndi myndum má sjá vinnu við gáminn í nýju húsnæði KAPP að Turnahvarfi 8 í Kópavogi ásamt myndum af flutningnum á gosstað.

 

Related posts

  • Pikkoló - sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu

    Pikkoló - sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu

  • Reynir Pétur kominn heim

    Reynir Pétur kominn heim

  • KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2023

    KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2023

  • Ný töskubelti í Leifsstöð

    Ný töskubelti í Leifsstöð

  • KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

    KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

  • OptimICE krapakæling  fyrir löndun uppsjávarafla

    OptimICE krapakæling fyrir löndun uppsjávarafla

  • Viðtal við Frey Friðriksson í Morgunblaðinu, mörg tækifæri framundan.

    Viðtal við Frey Friðriksson í Morgunblaðinu, mörg tækifæri framundan.