Optimice krapakerfi í Ljósafell SU-070

Optimice krapakerfi í Ljósafell SU-070

Nýverið var lokið við að setja upp Optimice krapakerfi í Ljósafellið SU-070.

Með þessu verður bylting í kælihraða og vinnuaðstöðu við kælingu á nýveiddum fisknum. Áður var notaður flöguís sem frystur var í landi og fluttur um borð fyrir hverja veiðiferð. Þar þurfti að forfæra honum til í lestinni og handmoka flöguísnum yfir aflann. Með þessu aukast gæðin og vinnan verður mun auðveldari. 

Nú er fljótandi krapinn framleiddur um borð, unninn beint úr sjónum, og honum síðan dælt yfir fiskinn úr slöngu, einfaldara og öruggara verður það ekki. 

Kælingin er margfalt fljótari, sem er lykilatriði í gæðum. Skv. rannsóknum* þá kælist aflinn með Optimice niður fyrir -0°C á innan við 1 klst., og helst þannig allan veiðitúrinn án þess að frysta aflann, en með flöguís tekur það allt að 12-14 klst. *Kælihraðinn ræðst af kuldastigi sjávar og stærð aflans.

Ljósafellið SU-070 er 550 brúttólesta skuttogari í eigu Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Skipið var smíðað í Japan 1973 og hefur fengið gott viðhald í gengum tíðina.

Tvær BP-120 krapavélar eru um borð ásamt T-4000 tonna forðatanki.

Hér er má sjá frétt á heimasíðu Loðnuvinnslunnar um krapakerfið.

Meðfylgjandi er nokkrar myndir úr fyrsta túr Ljósafellsins með nýju Optimice krapavélina sem Þorgeir Baldursson skipaljósmyndari og sjómaður tók.

 

Optimcie_fljotandi_hradkaeling

Optimcie_fljotandi_hradkaeling

Optimcie_fljotandi_hradkaeling

Optimcie_fljotandi_hradkaeling

Optimcie_fljotandi_hradkaeling

Optimcie_fljotandi_hradkaeling

Optimcie_fljotandi_hradkaeling

Optimcie_fljotandi_hradkaeling

Optimcie_fljotandi_hradkaeling

Related posts

 • Pikkoló - sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu

  Pikkoló - sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu

 • Reynir Pétur kominn heim

  Reynir Pétur kominn heim

 • KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2023

  KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2023

 • Ný töskubelti í Leifsstöð

  Ný töskubelti í Leifsstöð

 • KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

  KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

 • OptimICE krapakæling fyrir löndun uppsjávarafla

  OptimICE krapakæling fyrir löndun uppsjávarafla