Nýtt útibú KAPP í Þorlákshöfn

Nýtt útibú KAPP í Þorlákshöfn

KAPP ehf er þessa dagana að byggja húsnæði fyrir nýtt útibú okkar í Þorlákshöfn.

Húsnæðið er byggt með Fiskmarkaði Íslands á besta stað á hafnarsvæðinu í Þorlákshöfn.

Heildarhúsnæðið er um 1.000 fm að stærð, stálgrindarhús með góðu aðgengi og rúmgóðri lóð bæði fyrir KAPP og Fiskmarkaðinn.

Fiskmarkaður Íslands starfar á 10 stöðum á landinu: Auk Þorlákshafnar eru þau á Arnarstapa, Bolungarvík, Grundarfirði, Ólafsvík, Reykjavík, Rifi, Sauðárkróki, Skagaströnd og Stykkishólmi 

Áætlað er að hægt verði að taka húsnæðið í noktun um næstu áramót og mun þá öflugt kæli- og þjónustuverkstæði fyrir flutningavagna og flutningabíla í Þorlákshöfn hefja starfssemi.

Nýverið var skrifað undir fimm ára samning við TIP í Evrópu www.tipeurope.com um þjónustusamning á kæli- og frystivögnum í þeirra eigu en TIP áframleigir vagna til SmyriLine sem svo notar þá undir flutninga á vörum til og frá Íslandi í gegnum Þorlákshöfn. Þjónustan snýr að almennu viðhaldi og þjónustu á þeirra vögnum ásamt öllu viðhaldi á kæli- og frystikerfum vagnanna.

KAPP ehf er umboðsaðili á Scmhitz Cargobull trailervagna og kassa ásamt því að hafa áratuga reynslu í þjónustu við flutningafyrirtæki allt frá vélaviðgerðum, þjónustu á kælikerfum yfir í viðhaldi og breytingum á flutningskössum.

Útibú okkar í Þorlákshöfn verður með áherslu á kæliþjónustu fyrir sjávarútveginn og annan matvælaiðnað ásamt þjónustu við flutningageirann.

Auk þess verður útibúið með góðan aðgang að höfuðstöðvum KAPP í Kópavogi sem er með, auk kæliverkstæðis og flutningaþjónustu, öfluga sérsmíði í ryðfríu stáli, stórt véla- og renniverkstæði, framleiðslu á OptimICE krapavélunum auk fjölda umboða fyrir kæli,- véla- og flutningageirann s.s. Incold kæli- og frystiklefa og yleininga, Titan container kæli- og frystigáma og Carrier kælikerfa fyrir flutningageirann svo eitthvað sé talið upp.

Við hlökkum mikið til að opna útibú okkar í Þorlákshöfn sem er í mikilli uppbyggingu, eins og allt Ölfusið, með sterka tengingu við sjávarútveginn og annan matvælaiðnað.

 

 

Related posts

  • Pikkoló - sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu

    Pikkoló - sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu

  • Reynir Pétur kominn heim

    Reynir Pétur kominn heim

  • KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2023

    KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2023

  • Ný töskubelti í Leifsstöð

    Ný töskubelti í Leifsstöð

  • KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

    KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

  • OptimICE krapakæling  fyrir löndun uppsjávarafla

    OptimICE krapakæling fyrir löndun uppsjávarafla