Metaðsókn í árlega skötuveislu KAPP

Metaðsókn í árlega skötuveislu KAPP

Föstudaginn 13. desember síðastliðinn hélt KAPP ehf sína árlegu skötuveislu. Eins og undanfarin ár var það eðalkokkurinn Magnús Níelsson hjá Kræsingum ehf sem eldaði ofan í viðskiptavini og velunnara þar sem boðið var uppá kæsta skötu og saltfisk með alles. 

Veislan var haldin í húsnæði KAPP að Miðhrauni 2 í Garðabæ. Að venju mætti fjölmenni og í ár var metþáttaka þar sem 387 mættu og nutu góðra veitinga undir tónum stuðboltanna Friðriks Inga Óskarssonar og Helga Hermannssonar sem sáu um lifandi tónlist. Geir Ólafsson tók svo lagið við fagnaðarlæti gesta.

Starfsmenn og eigendur KAPP þakka frábæra þátttöku í skötuveisluna og óska viðskiptavinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Meðfylgjandi eru myndir frá veislunni:

Related posts

 • Pikkoló - sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu

  Pikkoló - sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu

 • Reynir Pétur kominn heim

  Reynir Pétur kominn heim

 • KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2023

  KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2023

 • Ný töskubelti í Leifsstöð

  Ný töskubelti í Leifsstöð

 • KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

  KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

 • OptimICE krapakæling fyrir löndun uppsjávarafla

  OptimICE krapakæling fyrir löndun uppsjávarafla