Fisktækniskóli Íslands í heimsókn hjá KAPP

Fisktækniskóli Íslands í heimsókn hjá KAPP

Á dögunum komu nemendur Fisktækniskóla Íslands í kynningu hjá KAPP.

Hlutverk skólans er að mennta fólk í sjávarútvegi eftir grunnskóla ásamt endurmenntun starfsfólks í sjávarútvegi.

Björn Valur Gíslason, kennari, kom með hóp ungmenna úr skólanum. Þau fóru um fyrirtækið, ræddu við starfsmenn og sáu framleiðsluna. Sérstakan áhuga höfðu þau á framleiðslu OptimICE krapakerfisins sem flestar stærstu útgerðir Íslands og fleiri landa nota til að auka gæði sjávarafurða og auka hillutíma afurða hjá viðskiptavinum.

Að lokum fengu nemendurnir léttar veitingar og hlýddu á nánari kynningu á hinum fjölmörgu deildum KAPP frá Óskari Sveini Friðrikssyni framkvæmdastjóra.

Related posts

  • Pikkoló - sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu

    Pikkoló - sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu

  • Reynir Pétur kominn heim

    Reynir Pétur kominn heim

  • KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2023

    KAPP er Framúrskarandi fyrirtæki 2019-2023

  • Ný töskubelti í Leifsstöð

    Ný töskubelti í Leifsstöð

  • KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

    KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

  • OptimICE krapakæling  fyrir löndun uppsjávarafla

    OptimICE krapakæling fyrir löndun uppsjávarafla